Aster sedifolius

Ættkvísl
Aster
Nafn
sedifolius
Íslenskt nafn
Brennistjarna
Ætt
Asteraceae
Samheiti
A. acris L.
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fölfjólublár/gulur-rauðg. hvirfill
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
0,8-1,2m
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 1,2 m, uppréttir með stuttar hliðargreinar, létt hrjúfir.
Lýsing
Flest lauf lensulaga til bandlaga, ásætin, heilrend, þau neðri með 3- taugar a.m.k. við grunninn með þéttum kirtildoppum og ilmandi, óslett ofan, þau efri með 1 áberandi miðtaug. Krónur allt að 3,5 sm í þvermál (með útstæðar tungur) nokkrar til margar í hálfsveip eða skúf, sem stundum er með mörg geld stoðblöð. Reifar 4 –4,5 mm háar, bollalaga eða topplaga hvirfilkróna og svifkrans miklu lengri en reifablöðin, sem eru mjög misstór, mjókka frá grunni. Tungur aðeins u.þ.b. 10, ófrjó (með heila stíla ) fölfjólublá aftursveigð eða rúllast aftur með aldrinum. Hvirfilkrónur u.þ.b. 6,5 mm. Svifkrans 5 – 6,5 mm. Blómgast síðsumar-haust.
Uppruni
S, A & M Evrópa
Harka
6, H1
Heimildir
1,2
Fjölgun
sáning, skipting að vori
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Hefur vaxið í garðinum samfellt frá 1986 í K1-N14 og þrífst með ágætum.
Yrki og undirteg.
A. sedifolius ssp. sedifolius. Lauf allt að 5 x 1 sm, daufgræn ofan, ekki loðin, reifablöð meira eða minna ydd í endann, oftast með himnukennda jaðra. Tungur allt að 1,4 sm. Heimk.: A & SA Evrópa Kákasus, N – Asía.(2)A. sedifolius ssp. canus (Waldstein & Kitaibel) Mer. x Müller. Lauf í mesta lagi 3 sm x 6,5 mm gráleit, gráloðin, einkum neðan. Körfur ekki nema 2 sm í þvermál. Reifablöð meira eða minna snubbótt, laufkennd, tungur 8-10 mm. Heimk.: AM og SA Evrópa.(2)A. sedifolius 'Nanum' (30-40 sm há ) á skilið að fá meiri athygli með sína þéttu blómskipun, hálfkúlulaga þúfumyndaða form, blómsælli en aðaltegundin og blómgast fyrr. Fín með síðblómstrandi murum og grösum á miðlungi þurrum vaxtarstað. (2)