Aster tataricus

Ættkvísl
Aster
Nafn
tataricus
Íslenskt nafn
Tatarastjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
purpurablár/gulur hvirfill
Blómgunartími
haust
Hæð
-1,5 m
Vaxtarlag
Planta allt að 1,5m (2 m). Blómstönglar með gróf, purpuralit hár.
Lýsing
Lauf allt að 50 x 15 sm, mjó ? breið- oddbaugótt, stilklöng nema þau efstu, neðri lauf tennt, efri lauf heilrend. Körfur u.þ.b. 3 sm í þvermál, um 20 í hálfsveip. Reifar 7 ?10 mm háar, bolla - eða bjöllulaga, reifablöðin allt að 2 mm breið, með græn miðrif, smátennt við oddinn, lítið hærð, hár aðlæg. Oddar hvassyddir eða margtenntir stundum hettulaga ? mynda ekki greinilegt afgerandi mynstur. Tungur 15-20, u.þ.b. 1,5 sm, purpura eða bláar. Hvirfilblóm með ca. 5 mm króka. Svifkrans ca 5 mm. Haustblómstrandi.
Uppruni
Síbería, Kína og Japan
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Stutt. Í K2 frá 2000
Yrki og undirteg.
Aster tataricus 'Jindai' - um 1m, fölfjólublá, gulur hvirfill, stór blöð við grunn