Aster tongolensis

Ættkvísl
Aster
Nafn
tongolensis
Íslenskt nafn
Kvöldstjarna
Ætt
Asteraceae
Samheiti
Diplactis tongolinsiis (Franchet) Semple
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
skærljósfjólublár/dökkgulur
Blómgunartími
júlí-september
Hæð
- 0.3 m
Vaxtarlag
Planta allt að 30 sm, hálfjarðlægir blaðsprotar, skriðul.
Lýsing
Laufin á renglunum allt að 10 x 1,8 sm, minnka upp á við, spaðalega eða aflöng-lensulaga, stilkuð, oft dúnhærð. Lauf á blómstönglum allt að 6 x 1 sm, ásætin, öfuglensulaga til mjó – aflöng, snubbótt eða því sem næst, heilrend. Blómin stök á stöngulendum, Körfur allt að 5 sm í þvermál, stakar. Reifar 6-7 mm háar, disklaga, reifablöðin u.þ.b. 1,5 mm breið, öll u.þ.b. jafnlöng, mjó- oddbaugótt, ydd, efri græn, innri með grænt miðrif og odda. Tungukrónur fjölmargar u.þ.b. 2 sm x 2mm, skærfjólubláar (breytilegt eftir yrkjum) nokkuð aftursveigðar. Hvirfilkrónur fjölmargar, krónurnar u.þ.b. 1,5 mm, dökkgular. Aldin u.þ.b. 1,5 mm. Blómgast síðsumars - haust.
Uppruni
SV Kína - Indlands
Harka
8, H1
Heimildir
1, 2
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
beð, breiður
Reynsla
Vel harðger og auðræktuð, langur blómgunartími, hefur verið lengi i K1-F05 (Spont2 frá Kína)
Yrki og undirteg.
Yrki t.d. 'Berggarten' 40 cm fjólublá, 'Berggartenzwerg' 20 sm fjólublá, 'Leuchtenburg' skærfjólublá, 'Napsbury' 50 sm djúpfjólublá, 'Wartburgstern' 40 sm djúpfjólublá ofl.