Astragalus cicer

Ættkvísl
Astragalus
Nafn
cicer
Íslenskt nafn
Kollhnúta
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 0,5 m
Vaxtarlag
Upprétt eða útbreidd, fjölær jurt, allt að 50 sm há.
Lýsing
Laufin með 8-15 pör af smálaufum, með endasmálauf. Smálaufin 1,5-3,5 sm, lensulaga eða egg-lensulaga til aflöng, mjókka að grunni og oddi, með stutt, aðlæg, fremur strjál hár (sem eru fest við grunn þeirra) bæði ofan og neðan. Axlablöð mjó-lensulaga, samvaxin við grunninn. Blóm 10-25 í þéttum öxum. Bikar 0,7-1 sm, pípulaga, tennur um það bil hálf lengd pípunnar, þakin aðlægum hárum (sem eru fest við grunninn), sum hvít, önnur dökkbrún til svört. Krónan gul, 1,4-1,7 sm. Belgir egglaga-hnöttóttir til hnöttóttir, flatir, með krók í toppinn, belgir eru þaktir löngum, dálítið útsæðum, hvítum hárum og styttri aðlægum, dökkbrúnum til svörtum hárum.
Uppruni
Mestur hluti Evrópu, Tyrkland.
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til 2 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1986 og gróðursettar í beð 1989 og 1 sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1991. Allar þrífast vel.