Astragalus danicus

Ættkvísl
Astragalus
Nafn
danicus
Íslenskt nafn
Fjóluhnúta
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpuralitur eða fjólublár.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há. Stönglar uppréttir.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, smálauf 12-26, öfugegglaga, snubbótt til framjöðruð, lítið eitt hærð bæði ofan og neðan. Klasinn þéttblóma, hnöttóttir til egglaga, blómskipunarleggir allt að 20 sm. Bikar allt að 1 sm, pípulaga, 5-tenntur. Krónan purpuralit eða fjólublá, fáni allt að 2 sm. Aldin belgir, allt að 1 × 0,5 sm, egglaga, útflattir, hvítsilkihærðir.
Uppruni
S & V Evrópa.
Harka
Z5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2004 og gróðursett í beð 2010. Þrífst vel.