Astragalus falcatus

Ættkvísl
Astragalus
Nafn
falcatus
Íslenskt nafn
Vætuhnúta
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
Astragalus virescens Ait., Tragacantha falcata (Lam.) Kuntze
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Júní-júlí. Aldin í júlí-ágúst.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær, laufmikil jurt, 55-100 sm há, lítið eitt hærð, með veiklulegar greinar. Rótarkerfið er sterklegt.
Lýsing
Axlablöð lensulaga, hvassydd, ekki samvaxin. Laufin eru með 15-20 pör af oddbaugóttum-aflöngum smálaufum. Blómklasarnir eru gisnir á blómskipunarleggjum sem eru jafnlangir og blómblöðin. Blómskipunarleggirnir lengjast mikið að blómgun lokinni. Stoðblöð hvítleit, jafnlöng og pípan. Bikar bjöllulaga, tennurnar eru þríhyrndar, styttri en pípan. Blómin eru drúpandi, grængul, 10-12 mm löng. Belgir eru legglausir, sigðlaga, leðurkenndir, tvíhólfa, enda í beinni, hvassyddri trjónu.
Uppruni
Austur & suðurhluti evrópska hluta Rússlands, Úralfjöll,-Síbería, Kákasus.
Heimildir
= http://www.agroatlas.ru
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1986 og gróðursett í beð 1989. Þrífst vel.