Astragalus frigidus

Ættkvísl
Astragalus
Nafn
frigidus
Íslenskt nafn
Frerahnúta/Gullhnúta.
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-30 sm há. Stöngullinn grófur, stinnur og uppréttur, með breið, ljós hreisturblöð neðst.
Lýsing
Laufin með 4-8 smáblaðapör. Smáblöðin oddbaugótt, breið, dálítið hærð neðan. Axlablöð breið. Bikartennur stuttar. Krónan ljósgul. Belgir hangandi, ekki með innsveigðan baksaum.
Uppruni
N-, A & M Evrópa, V & A Síbería, Kamtschtka-skagi.
Heimildir
= 9, http://en.hortipedia
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum var sáð til tegundarinnar 1983 og gróðursett í beð 1986, dauð 2009; Sáð hefur verið oftar en fræið ekki spírað.