Astragalus norvegicus

Ættkvísl
Astragalus
Nafn
norvegicus
Íslenskt nafn
Klettahnúta
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Móblár, (sjaldan móhvítur).
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-20 sm há, stönglar stinnir.
Lýsing
Lauf með um það bil 6 smálaufapör, verða fljótt hárlaus líka á neðra borði. Blómskipun aflöng, Bikartennur um ¼ af bikarpípunni, tennurnar snubbóttar, Krónan móblá, (sjaldan móhvít). Vængir skástæðir í blóminu og um 2 mm lengri en kjölurinn. Belgir hangandi, með svart hár.
Uppruni
Austurríki, Slóvenía, N Evrópa, Evrópu-hluti Rússlands.
Heimildir
= 9, http://en.hortipedia
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni 2013, sem var sáð til 2010 og gróðursett í beð 2011. Tegundin hefur verið af og til í Lystigarðinum, en lognast út af með tíð og tíma. Sáð var til tegundarinnar 1987 og 1994, gróðursett í beð 1996, drapst. Ein til viðbótar sem sáð var til 2003, gróðursett í beð 1994, dauð 2007.