Astragalus onobrychis

Ættkvísl
Astragalus
Nafn
onobrychis
Íslenskt nafn
Steppuhnúta
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
Astragalus sempervirens
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl- eða dökkpurpura, rjómalitur til fölgulur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 60 sm há. Stönglar jarðlægir og uppsveigðir, trékenndir við grunninn.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, smálauf allt að 2 sm, 16-30 talsins, mjó-oddbaugótt með aðlæg hár. Axlablöð allt að 1 sm, samvaxin. Blómklasar með 20 blóm, aflangir, greinóttir, allt að 3 × 2 sm, blómskipunarleggur allt að 30 sm, bikar allt að 1 sm, bjöllulaga, með svört og hvít hár, tennur lensulaga. Krónan föl- eða dökkpurpura, rjómalit til fölgul, fáninn allt að 3 sm, hárlaus, Aldin allt að 1,5 sm, lensulaga-egglaga, hvassydd, hliðflöt, með þétta, aðlæga dúnhæringu og með trjónu.
Uppruni
Evrópa
Harka
Z5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2012 og önnur, sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2013.