Astrantia bavarica

Ættkvísl
Astrantia
Nafn
bavarica
Íslenskt nafn
Bæjarasveipstjarna
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleik-grænn (stoðblöðin).
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Grannvaxinn fjölæringur allt að 60 sm hár. Stönglar rákóttir, greinóttur í toppinn. Grunnlauf 5-deild, legglöng, flipar lensulaga, fleyglaga við grunninn. Jaðrar óreglulega enntir, oft næstum flipóttir, miðflipinn ósamvaxinn næstum alveg niður.
Lýsing
Stoðblöð 12-14, ná uppfyrir sveipinn, heilrend, stöku sinnum með hvíta eða bleika slikju, mjólensulaga, ydd eða langydd, himnukennd, ósamvaxin neðst. Bikartennur egglaga-aflöng, hvassyddar. Fræ aflöng, um 3-5 mm.
Uppruni
A Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning þroskaðra fræja.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í blómaengi, meðfram lækjum
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1990, báðar þrífast vel.