Astrantia maxima

Ættkvísl
Astrantia
Nafn
maxima
Íslenskt nafn
Kákasussveipstjarna
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Samheiti
A. helleborifolia, ógilt not Salisbury
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, bleik slikja.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 90 sm hár. Grunnlauf 3-deild, legglöng, flipar oddbaugóttir-egglaga. Jaðrar með fíngerðar tennur sem vita fram á við eða eru bogtenntir. Miðflipinn allt að 10 sm.
Lýsing
Stoðblöð 10-12, jafnlöng eða lengri en sveipirnir, oddbaugótt til egglaga, hvít eða með bleikan blæ, samvaxin neðst, efri hlutinn hærður til tenntur, himnukenndur. Bikarflipar broddyddir.
Uppruni
S Evrópa, Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 1990, þrífst vel. Þetta er mjög falleg planta.