Astrantia pauciflora

Ættkvísl
Astrantia
Nafn
pauciflora
Íslenskt nafn
Söngsveipstjarna*
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða dálítill skuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Líkist smásveipstjörnu (A. minor), en grunnlaufin eru 5-7 deild, flipar bandlensulaga, grunnsagtenntir til smátenntir, laufleggurinn langur.
Lýsing
Sveipir oft margir saman, 2-3,5 sm í þvermál, stoðblöð lengri en sveipurinn, hvít. Aldin næstum sívöl, um 3.5 mm.
Uppruni
Ítalía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur (raunar undir nafninu A. pauciflora ssp. tenorei) sem sáð var til 2002 0g 2003 og þær gróðursettar í beð 2006, þrífst vel. Myndirnar eru teknar af A. pauciflora í Grasagarði Reykjavíkur.