Asyneuma limoniifolium

Ættkvísl
Asyneuma
Nafn
limoniifolium
Íslenskt nafn
Skúfklukka
Ætt
Campanulaceae
Samheiti
A. otites (Boissier) Bornmüller; A. tenuifolium (de Candolle) Bornmüller; A. parviflorum Turrill; A. repandum (Smith) Rothmaler; Campanula limonifolia L.; Phyteuma limonifolium (L.) Smith, P. stylidioides Boissier; Podanthum limonifolium (L.) Boisser, P. otites Boissier
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fjólublár
Blómgunartími
(síðsumars)-haust
Hæð
0.3-1m
Vaxtarlag
Mjög breytilegur fjölæringur. Blómstönglar allt að 1 m, uppréttir eða uppsveigðir, ógreindir eða greinóttir ofantil, nöbbóttir eða stutthærðir, sjaldan hárlausir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin allt að 6 sm, mynda blaðhvirfingu, aflöng til bandlensulaga, bylgjuð, snubbótt, mjókka að blaðstilk. Blómskipunin leggstutt, strjál- eða þéttblóma ax eða skúfur. Blómin eru stök (hjá fjallaformum eða smávöxnum formum) eða 2-5 saman. Bikarflipar lensulaga, uppréttir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 9 mm, stjörnulaga, flipar djúpklofnir, fjólubláir. Frjó appelsínubrúnt til purpura. Stíll nær næstum út úr blóminu, dálítið boginn. Hýði egglaga til aflöng, opnast með stóru gati efst eða um miðjuna.Blómgast að hausti.
Uppruni
S Evrópa, SA Ítalía & Balkanskagi til Tyrklands
Harka
H5
Heimildir
2
Fjölgun
skipting, sáning, græðlingar
Notkun/nytjar
fjölær beð, steinhæðir
Reynsla
Lítt reynd. Fáeinar plöntur í sólreit 2005 ! Vex í heimkynnum sínum upp í 1500-2600m hæð í fremur grýttum jarðvegi.