Berberis aggregata

Ættkvísl
Berberis
Nafn
aggregata
Íslenskt nafn
Klasabroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Kjörlendi
sól
Blómalitur
gulur
Blómgunartími
snemmsumars
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, þyrnóttur, þéttgreindur runni.
Lýsing
Ungir sprotar kantaðir, brúnir, ögn dúnhærðir, verða gulir. Þyrnar 3 saman, mjóir, allt að 3 sm langir. Lauf allt að 2,5 × 1 sm, aflöng-egglaga, næstum legglaus, fleyglaga við grunninn, snubbótt, ólífugræn ofan en bláleit neðan, tennt. Blómin fölgul, allt að 6 mm í þvermál, í uppréttum, legglausum, hálfkúlulaga, 3 sm löngum skúf. Krónublöð allt að 3,5 mm löng, öfugegglaga, framjöðruð, Aldin allt að 7 mm, egglaga, fölrauð, stíll langær, allt að 5 mm langur.
Uppruni
Kína (Gansu, V Sichuan).
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð. Fallegir haustlitir.
Reynsla
Ein planta sem sáð var 1994 og gróðursett í beð 2004 er undir þessu nafni er í Lystigarðinum.