Berberis angulosa

Ættkvísl
Berberis
Nafn
angulosa
Íslenskt nafn
Nepalbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, lauffellandi runni allt að 1 m á hæð.
Lýsing
Ársprotar uppréttir, greyptir, dúnhærðir, dökkbrúnir. Þyrnar 1,5 sm langir, 3-5 saman, fíngerðir, ögn dúnhærðir neðantil. Lauf 4×1,5 sm löng, öfugegglaga, heilrend, fleyglaga við grunninn, snubbótt, glansandi, skærgræn ofan, ljósari neðan. Blómin stök, gul. Aldin allt að 12 mm, hálfhnöttótt, gljáandi, rauðpurpura. Stíll mjög lítill eða enginn.
Uppruni
Himalaja.
Harka
Z6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 2004.
Yrki og undirteg.
Nepalbroddurinn er skyldur B. ludlowii, B. capillaris, B. parisephala.