Berberis × emarginata

Ættkvísl
Berberis
Nafn
× emarginata
Íslenskt nafn
Hengibroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Samheiti
B. vulgaris × B. sibirica
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0,5-1 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur runni með slútandi greinar.
Lýsing
Lauffellandi runni, 0,5-1 m hár. Greinar slútandi, kantaðar, gulleitar eða rauðleitar. Þyrnar 3(-5-7) saman, sumir lengri en laufin. Laufin öfugegglaga-aflöng, 2-4 sm löng, þornhærð-sagtennt, grá á neðra borði. Blómin í stuttum þéttum klösum, laufskúfarnir aðeins lítið eitt slútandi. Krónublöðin djúp framjöðruð. Aldin aflöng, 1 sm löng, djúprauð, dálítið hrímug.
Uppruni
Evrópa til Himalaja.
Harka
Z6
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 1993 og 1999, svo og ein planta sem sáð var til 1999.