Berberis francisci-ferdinandi

Ættkvísl
Berberis
Nafn
francisci-ferdinandi
Íslenskt nafn
Sveigbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Síðla vors.
Hæð
-2 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur runni með fallega bogsveigðar greinar, ungar greinar kantaðar en verða síðar meira sívalar, rauðleitar.
Lýsing
Allt að 2 m á hæð. Ársprotar purpuralitir, kantaðir, verða síðar ryðbrúnir og sívalir. Þyrnar 3 saman, greyptir, allt að 4 sm langir. Lauf allt að 7×3 sm, egglaga-oddbaugótt, ydd, sagtennt, með allt að 25 tennur á hvorri hlið, sjaldan heilrend, glansandi á efra borði, ljósari á því neðra. Blómin fölgul, 8 mm breið, allt að 30 í mjóum hangandi allt að 12 sm löngum hálfsveip. Eggleg 2. Aldin allt að 12 mm, egglaga-sporvala, skarlatsrauð, glansandi, stíll lítill.
Uppruni
V Kína.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í skrautrunna beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994, hefur kalið allnokkuð árlega öll árin.