Berberis heteropoda

Ættkvísl
Berberis
Nafn
heteropoda
Íslenskt nafn
Ilmbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Appelsínugulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur runni.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 2 m hár, greinar gisnar, uppréttar, greyptar, hálfsívalar, dökkrauðar, þyrnar 3 saman, 1 sm langir. Lauf allt að 5×3 sm öfugegglaga-oddbaugótt, heilrend eða ógreinilega tennt, netæðótt, alveg hárlaus, glansandi, ljósgræn. Blóm allt að 9 í hálfsveip. Eggleg 5. Aldin 1 sm breið, egglaga, svört, bláleit. Engir stílar. (Skyldur Berberis oblonga (Reg.) Schneid.) &
Uppruni
Túrkestan.
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004.