Berberis hookeri

Ættkvísl
Berberis
Nafn
hookeri
Íslenskt nafn
Surtarbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Sígrænn runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Grænn-fölgulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
0,5 - 1 m
Vaxtarlag
Sígrænn, þyrnóttur, smávaxinn runni. Greinar kantaðar, gular, greyptar, þyrnar 3 saman, allt að 25 mm langir, gulbrúnir.
Lýsing
Lauf allt að 5 í kransi, allt að 6×2 sm, aflöng-oddbaugótt, sagtennt, með allt að 15 áberandi tennur á hvorri hlið, dökk, gljáandi-græn ofan, hvíthrímug neðan. Blóm allt að 6 saman, græn eða fölgul, allt að 1,5 sm breið. Eggleg 6-9. Aldin allt að 15×8 mm, aflöng, blápurpurasvört, glansandi eða ögn bláleit. Stílar engir.
Uppruni
Himalaja (Nepal, Bhutan, Indland og Kína)
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004.