Berberis × macracantha

Ættkvísl
Berberis
Nafn
× macracantha
Íslenskt nafn
Blómabroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Samheiti
B. aristata × B. vulgaris
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
- 4 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur runni allt að 4 m á hæð.
Lýsing
Greinar gáróttar til sívalar, grágular á öðru ári. Þyrnar allt að 3 sm langir. Lauf öfugegglaga, allt að 6 sm löng, gis-sagtennt. Blómin gul, allt að 10-20 í klasa. Aldin sporvala, purpurarauð, oftast ekki með stíl.
Uppruni
Blendingur.
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og önnur gróðursett í beð 2004, en hin er enn á reitasvæði.