Berberis sanguinea

Ættkvísl
Berberis
Nafn
sanguinea
Íslenskt nafn
Blóðbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Sígrænn eða hálfsígrænn runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Sterkrauður utan
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, sígrænn eða hálfsígrænn, uppréttur runni.
Lýsing
Greinar grágular, kantaðar, þyrnar 3 saman. 1-2,5 sm langir. Lauf allt að 3-7 saman, bandlaga til bandlensulaga, 2-6 sm löng, með 6-20 tennur á hvorri hlið, græn bæði á efra og neðra borði. Blóm 2-4, sterkrauð á ytra borði, (þaðan kemur nafnið). Aldin blásvört, sporvala.
Uppruni
V Kína
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1988. Hefur kalið talsvert flest árin.