Berberis sibirica

Ættkvísl
Berberis
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíubroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
- 0,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, lágvaxinn, kúlulaga, þyrnóttur runni.
Lýsing
Greinar rákóttar, gular, hærðar, 3-11 saman, grannir, 3-8 mm. Lauf lensulaga til öfugegglaga, allt að 2,5 sm löng, með 4-6 tennur á hvorri hlið, skærgræn bæði ofan og neðan. Blómin oftast stök, sjaldan 2 saman, 12 mm breið, ljósgul, hangandi. Aldin egglaga, 7 mm löng, græn, fræni stíllaust, rautt, ekki hrímug.
Uppruni
Síbería.
Heimildir
7
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Blönduð beð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1988 og 1991. Báðar hafa kalið dálítið árlega.