Berberis thunbergii

Ættkvísl
Berberis
Nafn
thunbergii
Yrki form
Kobold
Höf.
(Van Klaveren 1960)
Íslenskt nafn
Sólbroddur
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gulur með rauðri slikju
Blómgunartími
Júní
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Breið-kúlulaga dvergrunni.
Lýsing
Grænt dvergform, tæplega meira en 40 sm hátt, mjög þéttgreinótt, breið-kúlulaga. Lauf dökkgræn og halda litnum þangað til þau falla á haustin.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2006, er í uppeldisreit 2012.Ólíklegt er að rétt planta (Berberis thunbergii Kobold) hafi komið upp af fræinu.