Berberis vernae

Ættkvísl
Berberis
Nafn
vernae
Íslenskt nafn
Vorbroddur.
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gullgulur
Blómgunartími
Júní
Hæð
- 1,5 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur runni.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár, greinar grannar, bogsveigðar, hárlausar, greyptar, dökkrauðar, ögn vörtóttar. Þyrnar stakir, sverir, gulir allt að 4 sm langir. Lauf allt að 4×1 sm, öfuglensulaga, heilrend, skærgræn glansandi, gis-netæðótt. Blómin drúpandi, allt að 35 í allt að 4 sm löngum hálfsveip. Enginn stíll.
Uppruni
V Kína.
Harka
Z6
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæðir, í blönduð beð, í raðir
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2004. Kelur ekki mikið og lofar góðu.