Berberis vulgaris

Ættkvísl
Berberis
Nafn
vulgaris
Íslenskt nafn
Ryðbroddur (Roðaber)
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Þyrnóttur, uppréttur runni
Lýsing
Lauffellandi runni, allt að 2 m á hæð. Greinar greyptar, gular. Þyrnar 3 saman. Lauf allt að 6×3 sm, öfugegglaga-oddbaugótt, smásagtennt, mattgræn. Blóm allt að 20, í allt að 6 sm löngum, drúpandi hálfsveipum. Eggleg 2. Aldin allt að 1 sm, aflöng, mattrauð. Enginn stíll.
Uppruni
Evrópa, N Ameríka, Mið-Austurlönd.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar, síðsumarsgræðlingum með hæl.
Notkun/nytjar
Í limgerði, stakstæð, grúppur, blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur undir þessu nafni, tvær gamlar sem gróðursettar voru í beð 1980-1981. Hafa kalið lítið eitt gegnum árin, oft lítið um blóm.Þrjár plöntur sem sáð var til 1982 og gróðursettar í beð 1988, allar hafa kalið nokkuð gegnum árin, lítið síðustu árin. Ein planta sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2001. Kelur mjög lítið. Önnur planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994, hefur kalið mismikið gegnum árin. Auk þess eru í Lystigarðinum til þrjár plöntur upp af fræi sem kom undir samnefninu Berberis vulgaris L. 'Violacea' og sáð var til 2000 og allar gróðursettar í beð 2004. - Meðalharðgerður runni, þrífst ágætlega í Lystigarðinum (k: 0,5-2 mm eftir árum), þolir ágætlega klippingu.