Betula alleghaniensis

Ættkvísl
Betula
Nafn
alleghaniensis
Íslenskt nafn
Gulbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae).
Samheiti
Betula lutea, Betula excelsa o. fl.
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Vor
Hæð
10-15 m
Vaxtarlag
Tré, 20-30 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur hrokkinn eða úfinn með gula eða bleika slikju, flagnar í hálfglærar þynnur (næfra), gulbrúnn þar sem næfrarnir eru nýdottnir af. Ársprotar ljós-ólífugrænir, dúnhærðir.
Lýsing
Lauf 6-12 × 3-6 sm, egglaga til egglaga-aflöng, gróf tvísagtennt, hvassydd, bogadregin til hjartalaga við grunninn, mattgræn, gul að haustinu, kögruð, silkidúnhærð á neðra borði í fyrstu, Æðastrengir í 9-11 pörum. Kvenreklar uppréttir, sverir, 2,5-3 × 2 sm, hreistrin dúnhærð utan, flipar jafnstórir. Aldin 4 × 2 mm, egglaga-oddbaugótt, vængur 1 mm breiður.
Uppruni
Austur N-Ameríka (Nýfundnaland til Georgiu)
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, beð
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2013. Til var ungt eintak sem lofaði góðu en drapst.
Yrki og undirteg.
Betula alleghaniensis v. fallax (Fassett) Brayshaw frá SA Kanada (z3) er með börk sem líkan B. lenta og er oft ruglað saman við þá tegund.