Betula costata

Ættkvísl
Betula
Nafn
costata
Íslenskt nafn
Rifbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Vor
Hæð
12-20 m
Vaxtarlag
Lauffellandi tré, allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Börkurinn flagnar, hreisturkenndur þegar hann er orðinn gamall, pappírskenndur, ljósgulur eða grá-mengaður. Ársprotar brúnir, dúnhærðir meðan þeir eru ungir, með marga kringlótta, gula kirtla, verða hárlausir þegar þeir eldast.
Lýsing
Lauf 5-8 sm, egglaga, fín- og hvass-tvísagtennt, hvassydd, grunnur bogadreginn til ögn hjartalaga til fleyglaga, ljósgræn neðan, kirtilvörtótt, oft dálítið dúnhærð. Æðastrengir áberandi upphleyptir, í 10-16 pörum. Laufleggur 8-15 mm. Fullþroska kvenreklar oddvala til hálfhnöttóttir, 2 sm, miðflipi rekilhreistranna 2 × lengri en hliðafliparnir.
Uppruni
NA Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar
Reynsla
Lítt reynd í Lystigarðinum, er í uppeldi 2013.Tré sem eru í sölu sem B. costata eru oft einhver form af B. ermanii.