Betula ermanii

Ættkvísl
Betula
Nafn
ermanii
Íslenskt nafn
Steinbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
B. incisa, B. shikokiana
Lífsform
Runni - meðalstórt tré
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
5-12 m
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði
Vaxtarlag
Stórvaxinn runni eða meðalstórt tré sem þó getur orðið allt að 25 m há í heimkynnum sínum og 5 m á breidd, en mun minni hérlendis. Krónan gisin, mjög útbreidd, börkurinn flagnar af, er með gula, hvíta eða rauðleita slikju, appelsínu-brúnn til purpurabrúnn á smágreinum. Ársprotar kirtil-vörtóttir þegar þeir eru ungir, hárlausir, brum 1 sm, með mjóan odd, límkennd.
Lýsing
Lauf 5-10 × 4-7 sm, skakk-tígullaga til hjartalaga, grófsagtennt, tennur þríhyrndar, laufin oddhvöss, dökkgræn á efra borði, með strjála kirtla, æðastrengir í 7-11 pörum, stöku sinnum dúnhærðir, laufleggir 1-2,5 sm. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sama trénu. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar 2-3 × 1-1,5 sm, uppréttir, egglaga-oddvala, flipar rekilhreistra aflangir. smáhnotir 2-3 mm, breið-öfugegglaga, ögn dúnhærð ofan, með mjóan væng.Mjög breytileg tegund, sem blandast auðveldlega öðrum tegundum í ættkvíslinni (Betula).
Uppruni
NA Asía (Kamchatka og frá Bækalvatni að Kyrrahafi, Kórea.
Sjúkdómar
Trén eru sérlega viðkvæm fyrir hunangssvepp.
Harka
Z3, ekki viðkvæm fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Stakstæð, þyrpingar beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, annarri var sáð 1988 og gróursett í beð 1990, en til hinnar var sáð 1992 og hún gróðursett í beð 1995. Steinbjörkin í Lystigarðinum er klónn frá Vladivostok og hefur reynst fremur vel í garðinum, en kelur mismikið (0-3) eftir árum. Lýkur vexti fremur seint, þar af leiðir haustkal. Í ræktun m.a. á Tumastöðum, Mógilsá og Múlakoti og þrífst bara vel á góðum stöðum í góðu skjóli.
Yrki og undirteg.
Betula ermanii v. subcordata Koidz. -> Réttara nafn er B. grossa Siebold & Zucc. - klónn frá Kirovsk hefur reynst enn betur (k: 0-0,5).Betula ermanii v. lanata Reg. - frá A Síberíu á að vera enn harðgerðari (z2) en sú teg. er lítt reynd í LA (í uppeldi) - ungar greinar hærðar, lauf þríhyrnd-hjartalaga.Betula ermanii v. japonica (Shirai) Koidz. - lauf með ca. 14 blaðæðapörum (ekki 7-11). Heimkynni: Japan (Honshu) z5 - er til í uppeldi.