Betula glandulosa

Ættkvísl
Betula
Nafn
glandulosa
Íslenskt nafn
Kirtilbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
B. crenata, B. glandulifera.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Vor
Hæð
1-2 m
Vaxtarhraði
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-2 m hár, er áberandi hátt til fjalla. Greinarnar eru þaktar ilmandi kirtlum og laufin ilma vel séu þau marin. Ársprotar eru með þétta kvoðukirtla og vörtóttir, en ekki dúnhærðir. Brum hnöttótt, oddlaus.
Lýsing
Lauf 8-25 mm, kringlótt til breið-oddbaugótt eða hálf-nýrlaga, áberandi bogtennt, með færri en 10 tennur, græn, með kirtildoppur, hárlaus, laufleggir allt að 6 mm. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar 1,5-2 sm, uppréttir, smáhnotir litlar, með mjóan væng. Kirtilbjörk er náskyld fjalldrapa (B. nana). Blandast auðveldlega öðrum tegundum ættkvíslarinnar (Betula).
Uppruni
Norður N-Ameríka og Grænland.
Sjúkdómar
Trén eru mjög viðkvæm fyrir hunangssvepp.
Harka
Z1, ekki viðkvæm fyrir frosti.
Heimildir
= 1, http://www.pfaf
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Þyrpingar, beð
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, önnur sem sáð var til 2010 hin kom sem planta 2010, báðar eru í sólreit 2013.