Betula grossa

Ættkvísl
Betula
Nafn
grossa
Íslenskt nafn
Álmbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Betula acuminatifolia, Betula alba v. communis , Betula bhojpattra v. subcordata, Betula carpinifolia, Betula ermanii v. subcordata (Regel) Koidz, Betula lenta v. carpinifolia, Betula lenta v. grossa, Betula pseudolenta, Betula sollennis, Betula ulmifolia.
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól-hálfskugga
Blómalitur
Gulur með rauða slikju
Blómgunartími
Maí-júní
Vaxtarlag
Tré, 6-9 m hátt og álíka breitt en getur orðið allt að 20-25 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur svartgrár, sléttur, verður greyptur á gömlum trjám, með breið-keilulaga krónu. Ársprotar brúnir með gula slikju í fyrstu, seinna með rauða slikju, með fáeina, ljósa korkbletti, með mjúk, löng og bein hár í fyrstu, seinna hárlaus. Brum egglaga, með mjóan odd, ljós, glansandi græn, ekki límkennd.
Lýsing
Lauf græn, óskipt, stakstæð, 5-10 × 3-6 sm, egglaga-aflöng, langydd, grunnur grunnhjartalaga, oft hliðskakkur, gróf-tvísagtennt og með tennur sem vita inn á við, mattgræn, aðlæg dúnhæring, sérstaklega ofan, með kirtla á neðra borði. Æðastrengir í 8-14 pörum, silkidúnhærðir neðan, laufleggur 1-2 sm, með löng hár. Laufin verða fallega gul að haustinu. Gul blóm snemma vors. Reklar með fræi koma á haustin. Þroskaðir kvenreklar 20-25 × 12-15 mm, stakstæðir, næstum legglausir, egglaga, reklahreistur með miðflipa, mjóaflanga, sem nær fram fyrir hliðaflipana, 7-8 mm, dúnhærð, smáhnotir allt að 2 mm, egglaga, vængir ögn mjórri en hnotin.
Uppruni
Japan.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, http://en.hortipedia.com, http://davesgarden.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004. Þar að auki eru til þrjár plöntur sem komu undir samnefninu Betula ermanii Cham. v. subcordata (Regel) Koidz. sem var sáð 1982 og gróðursettar í beð 1988, allar þrífast vel og kala ekkert.