Betula kenaica

Ættkvísl
Betula
Nafn
kenaica
Íslenskt nafn
Alaskabjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Betula kamtschatica (Regel) V. N. Vassiljev v. kenaica (W. H. Evans) C. A. Jansson; B. neoalaskana Sargent v. kenaica (W. H. Evans) B. Boivin; B. papyrifera Marshall v. kenaica (W. H. Evans) A. Henry
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Síðla vors
Hæð
7-10 m
Vaxtarhraði
Hraðvaxta
Vaxtarlag
Tré allt að 12 m hátt í heimkynnum sínum, krónan mjó. Vex hratt, en er skammlíf. Börkur dökkrauðbrúnn, verður stundum bleikleitur eða gráhvít, sléttur, fullþroskaður flagnar hann í þunnar flögur, korkblettir dökkir, láréttir. Ársprotarnir hvorki með bragð né ilm, lítt eða dálítið dúnhærð, oft með kvoðukirtla á strjálingi.
Lýsing
Laufblaðkan egglaga, tennt, með 2-6 pör af æðastrengjum 4-5(-7,5) × 2,5-4,5 sm, grunnur bogadreginn til fleyglaga, jaðrar gróf-tvísagtennt til tennt, tennur tiltölulega hvassar, hvassydd til stuttoddregin, neðraborð lítt eða dálítið dúnhærð einkum eftir aðalæðastrengnum og í vikjum æðastrenganna, oft með kvoðukirtla á strjálingi. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar uppréttir til næstum hangandi, sívalir 2-5 × 0,5-1 sm, með fræ á stangli á haustin, hreistur randhærð, flipar skiptast um miðju, næstum jafnlangir mjög útstæðir, hnotir með vængi, sem eru jafn breiðir til dálítið mjórri en fræið, breiðastur um miðju, nær ekki upp fyrir fræið.Þessi tegund er náskyld næfurbjörk (B. papyrifera) og er ef til vill ekki annað en undirtegund þeirrar tegundar.Myndar auðveldlega blendinga með öðrum tegundum ættkvíslarinnar (Betula).
Uppruni
Norðvestur N-Ameríka Alaska.
Sjúkdómar
Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp.
Harka
2
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Sem stakstæð tré, í þyrpingar, í raðir.
Reynsla
Vex vel t. d. í Kjarnaskógi og hefur náð þar 4-6 m hæð, einnig talið að nokkur gömul tré séu í Gróðrastöðinni gömlu á Akureyri og í Ránargötu 3 (af fræi safnað af Jóni Rögnvaldssyni, sem fór oftar en einu sinni vestur um haf á árum áður) - þarf að skoða betur!