Betula neoalaskana

Ættkvísl
Betula
Nafn
neoalaskana
Íslenskt nafn
Alaskahvítbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Betula alaskana, Betula papyrifera var. humilis, Betula papyrifera var. neoalaskana ofl.
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Júní
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Tré, allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur hvítur til fölbrúnn. Ársprotar hárlausir, þétt vörtóttir.
Lýsing
Lauf 3-6 × 2-5 sm, skakk-tígullaga eða tígullaga-egglaga, grunnur fleyglaga til þverstýfð, gróf tvísagtennt, langydd, æðastrengir í 6-8 pörum, dökkgræn, glansandi ofan, hárlaus eða ögn dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, laufleggur 2 sm, grannur. Fullþroska kvenreklar 3 sm, sívalir, hangandi, rekilhreistur hærð og randhærð.
Uppruni
Alaska, Yukon.
Harka
1
Heimildir
= 1, http://www.for.gov.bc.ca
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð tré, í þyrpingar, blönduð beð
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem gróðursett var í beð 1983, kom sem planta frá Vöglum. Hefur kalið mjög lítið eða ekkert gegnum árin. Í Lystigarðinum er ógreindur klónn frá Fairbakns Alaska - kelur lítið sem ekkert.Hefur einnig verið reynd í kvæmatilraun á Reykjum Ölfusi og kemur þar ekki ver út en aðrar bjarkir efir 4 vetur (ÓN)