Betula pendula

Ættkvísl
Betula
Nafn
pendula
Yrki form
'Gracilis'
Íslenskt nafn
Skessubjörk (vörtubirki)
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Grænleitur
Blómgunartími
Vor
Hæð
1,5-2,5 m
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta
Vaxtarlag
Lauffellandi tré, sem verður 12-20 m hátt og 6-9 m breitt, egglaga-pýramídalaga þegar það er ungt, verður meira hvelft þegar það eldist, er með glæsilegar bogadregnar greinar, fallega hangandi. Þessi norðlægu evrópsku og asísku tré eru með eru með hvítan börk sem flagnar í ræmur/næfra.
Lýsing
Lauf djúpskert, blúndulauf. Litlir grænleitir reklar koma á vorin og eru mjög áberandi. Blómin falleg, græn, aldin svört. Lauf glansandi, ljósgræn að vorinu, dökkgræn að sumrinu, ljósgul, gulgræn að haustinu. Laufin eru fínleg og enn djúpflipóttari en á dalabjörk (dalabirki).
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
= 1, http://www.connonnursiers.com,http://www.learn2grow.com
Fjölgun
Fjölgað með ágræðslu á ilmbjörk.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í blönduð beð, á stórar flatir, í skjólbelti, sem skuggatré, sem götutré.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2013. Ætti að þrífast þolanlega á allra bestu stöðum í sól og góðu skjóli, ekki vitað hvort það hefur verið reynt í görðum hérlendis.
Yrki og undirteg.
Það eru til mörg yrki af vörtubirki svo sem 'Monte' með purpuralit lauf og hið dvergvaxna 'Trost'. 'Gracilis' og 'Youngii' eru ágæt tré með hangandi greinar.