Betula pumila

Ættkvísl
Betula
Nafn
pumila
Íslenskt nafn
Mýrahrís
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Betula borealis Spach; B. glandulifera (Regel) B. T. Butler; B. glandulosa Michaux v. glandulifera (Regel) Gleason; B. glandulosa v. hallii (Howell) C. L. Hitchcock; B. hallii Howell; B. nana Linnaeus v. glandulifera (Regel) B. Boivin; B. pubescens Ehrhart ssp. borealis (Spach) A. Löve & D. Löve; B. pumila Linnaeus v. glabra Regel; B. pumila v. glandulifera Regel; B. pumila v. renifolia Fernald
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Síðla vors
Hæð
1 (-5 m)
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, grófgerður, óreglulegur í vextinum eða með útstæðar greinar, oftast um 1 m á hæð en getur orðið hærri. Börkur rauðbrúnn, sléttur, liggur þétt að viðnum, korkfrumur ljósar, ógreinilegar. Ársprotar hárlausir til þétt-lóhærðir eða dálítið dúnhærðir, alls ekki með kirtla eða vörtur, en með örsmáa, strjála kvoðukirtla einkum við liðina/hnén.
Lýsing
Laufblaðkan 2,5-5(-7) × 1-5 sm, bogadregin til breið-oddbaugótt eða öfugegglaga, næstum kringlótt (til stundum nýrlaga), oddur oftast breiðyddur eða snubbóttur, grunnur fleyglaga til bogadreginn, jaðrar gróf-bogtenntir, græn ofan, með hvíta slikju, neðra borð hárlaust eða ögn dúnhært til mikið floshært eða lóhært, oft með strjála kvoðukirtla, verður oftast alveg hárlaus með tímanum, æðastrengir í 4-6 pörum, laufin netæðótt, laufleggur 2-3 mm. Blómin eru einkynja, eru í reklum með karl- og kvenrekla á sömu plöntunni. Karlreklar eru litlir, hangandi, kvenreklar eru sívalir, uppréttir, 0,8-1,5(-2)×0,8-1 sm, á 1,5-2,5 sm löngum legg. Runninn er með strjáling af aldinum á haustin. Karl- og kvenblóm eru með 3-flipótt stoðblöð/rekilhreistur. Rekilhreistur eru hárlaus til dúnhærð, með miðflipa sem nær fram fyrir hliðaflipana. Rekilhreistrin detta af trénu með aldininu. Veggaldin (samara) er með væng sem er ögn mjórri en smáhnotin, breiðastur við miðju, nær ekki upp fyrir hnotina í toppinn.
Uppruni
NA Ameríka (Labrador til Ohio).
Harka
2
Heimildir
= 1, www.eFloras.org Flora of North America, http://northernontarioflora.ca
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í mýrarbeð. Vex í mýrum, viðarmýrum, súrum eða kalkríkum mosamýrum í heimkynnum sínum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð til 2008 er í sólreit 2013.