Betula utilis

Ættkvísl
Betula
Nafn
utilis
Íslenskt nafn
Snæbjörk
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae).
Lífsform
Tré
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Grænleitur til kakóbrúnn
Blómgunartími
Maí
Hæð
10-13 m (- 20 m)
Vaxtarhraði
Hraðvaxta
Vaxtarlag
Tré, allt að 20 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur þunnur, flagnar í láréttar pappírslíkar ræmur (næfra), bleikar til appelsínubrúnar, með hvítt hrím. Ársprotar rauðbrúnir að haustinu, þétt-kirtilhærðir, grá-langhærðir.
Lýsing
Laufin 5-12 × 3-7 sm, egglaga, fremur gróf-sagtennt, tennur misstórar. Laufin oddregin, grunnur bogadreginn til breið-fleyglaga, dökkgræn ofan, ljósari neðan, gullgul að haustinu, leðurkennd, hárlaus til lítið eitt hærð ofan, hærð á æðastrengjunum á neðra borði. Æðastrengir í 10-14 pörum, upphleyptir á neðra borði. Laufleggir 2-3 sm, dúnhærðir. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Karlreklar allt að 12 sm. Þroskaðir kvenreklar 2,5-3,5 sm × 10-12 mm, útstæðir til hálfhangandi, sívalir, rekilhreistur dúnhærð, miðflipinn bogadreginn ofan, lengri en hliðafliparnir.
Uppruni
Himalaja
Sjúkdómar
Trén eru mjög viðkvæm fyrir hunangssvepp.
Harka
Z8
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Í beð, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð til 1990, gróðursett í beð 1992, hefur kalið lítillega gegnum árin.