Boykinia aconitifolia

Ættkvísl
Boykinia
Nafn
aconitifolia
Íslenskt nafn
Skógarálfur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með stuttan jarðstöngul. Blóm tvíkynja, líti,l í samsettum klasa sem fljótt á litið líkist mjög greinóttri, puntlíkri blómskipan, blaðfáir blómstönglar, blöðin flest í stofnhvirfingu við grunninn, myndar þétta brúska.
Lýsing
Grunnlauf kirtildúnhærð, 4-8 x 5-13 sm, kringlótt til nýrlaga, skipt til hálfs í 5-9 hvasstennta flipa sem aftur eru sepóttir og gróftennntir. Blaðstilkar allt að 10 sm langir. Stöngullauf stilkstutt. Blómin fremur lítil en fjölmörg. Blómskipun með lauflík stoðblöð. Blómbotn öfugkeilulaga, límugur. Bikarblöð 5, smá, lensulaga. Fræflar 5, jafnlangir krónublöðum. Krónublöð 5 talsins, 3-6 x 1-3 mm, öfugegglaga-spaðalaga, hvít.
Uppruni
A N Ameríku (fjöll).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blönduð beð.
Reynsla
Harðgerð, að minnst kosti norðanlands. Ágætis skógarbotnsplanta. Þrífst best í léttsúrum jarðvegi.