Boykinia jamesii

Ættkvísl
Boykinia
Nafn
jamesii
Íslenskt nafn
Fjallaálfur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Samheiti
Telesonix jamesii
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rósrauður.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Lágir, þéttir blaðbrúskar.
Lýsing
Lík skógarálfi (Boykinia aconitifolia) en blöðin 1-3 x 1,5-4 sm, blöð ein- til tvítennt, þornhár axlablaða hvít. Bikar skiptur niður til hálfs í lensulaga, upprétta flipa,2-6 mm. Krónublöðin spaðalaga, skarlatsrauð með purpuralitri slikju, 2-3 x lengri en bikarblöðin. Fræflar 10 talsins, styttri en eða jafnlangir bikarblöðunum. Eggleg hálfundirsætið.
Uppruni
N Ameríka (Kólóradó).
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis en til í einstaka görðum og lofar góðu, stundum skammlíf.