Brimeura ametystina

Ættkvísl
Brimeura
Nafn
ametystina
Íslenskt nafn
Geislakalklilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Hyachinthus ametystinus L.
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl- til djúpblár.
Blómgunartími
Síðla vors til snemm sumars.
Hæð
10-50 sm
Vaxtarlag
Laufin verða dálítið lengri en stöngullinn, allt að 6 mm breið með rennu (greyptur), ljósgræn.
Lýsing
Blómstöngull 10-50 sm hár. Blómleggir 0,5-1,25 x lengri en blómið, lengri þegar aldinin hafa þroskast. Blóm 5-15, um 10 mm, lárétt eða álút og vita til einnar hliðar, mjó-bjöllulaga, skærblá eða stundum fjólublá eða hreinhvít. Blómhlífarpípa sívöl eða dálítið samandregin neðan við ginið, blómhlífarblöð 1/3-1/2 lengd pípunnar. Fræflar festir um hálfa leið upp eftir pípunni, litlir, ná ekki upp í ginið.
Uppruni
Pýreneafjöll & NA Spánn, NV Júgóslavía.
Harka
5
Heimildir
= 2, https://www.rhs.org.uk/plants/details?plantid=260,
Fjölgun
Sáning, hliðarlaukar, plantað á 5 sm dýpi að hausti.
Notkun/nytjar
Í kanta, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.