Bupleurum petraeum

Ættkvísl
Bupleurum
Nafn
petraeum
Íslenskt nafn
Dvergabudda
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júli-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há, grunnur sterklegur, dálítið ullhærður. Lauf allt að 20 sm, flest í grunnhvirfingu, bandlaga-odddregin, þykk, verða bláleit, stöngullaufin bandlensulaga, lykja um stöngulinn.
Lýsing
Sveipir um 6 mm í þvermál á grönnum stönglum, 5-15 geisla, reifablöð 3-6, reifar með 5-10 breytilegar smáreifar, stöku sinnum ögn samvaxnar. Blómin gul. Aldin 5 mm, klofaldin með vængaðar gárur.
Uppruni
S Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að hausti eða vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í skrautblómabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015. Sérkennileg og falleg planta (H.Sig.).