Calluna vulgaris

Ættkvísl
Calluna
Nafn
vulgaris
Íslenskt nafn
Beitilyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae)
Lífsform
Sígrænn, lítill runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærbleikur, purpurableikur.
Blómgunartími
Ágúst-september
Hæð
0,1-0,4 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, sígrænn runni, geinar uppréttar og myndar þétta breiður, 5-7,5 sm hár og álíka breiður, getur orðið allt að 60 sm hár erlendis. Yfirleitt þéttvaxnar plöntur. Gamlar plöntur verða óreglulegar í vextinum og rytjulegar. -------- Er aðgreindur frá ættkvíslinni Erica á krónu sem er hulin bleikum bikarnum þar að auki blómstrar beitilyngið síðsumars og á haustin en Erica að vorinu og fyrri hluta sumars.
Lýsing
Laufin eru lítil, 1-2 mm, legglaus, gagnstæð, minna á hreistur í 4 röðum, sem liggja þétt að leggnum, þannig að greinarnar virðist ferkantaðar, laufin milligræn. Í næðingum vetrarins verða laufin bronslit, gul, rauðlit eða með silfurlita slikju allt eftir því hvert yrkið er. Blómin eru mörg þétt saman í klösum, bleik til purpurableik, bikarinn bleikur, allt að 4 mm, fjórflipóttur, lengri en krónan, frænið nær út úr blóminu. Aldin eru litil, kleif hýði, þroskast í október, hafa ekkert skrautgildi.
Uppruni
V N-Ameríka, Azóreyjar, N & V Evrópa til Síberíu.
Harka
4
Heimildir
1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, græðlingar síðsumars í sendna mómold.
Notkun/nytjar
Í kanta, eftirsótt vegna haustblómgunar, sem þekjuplanta, í steinhæðir. --- Ræktað í fullri sól, framræstur, rakur, súr jarðvegur með mikið af lífrænum efnum. Vel framræstur jarðvegur og hæfilegur jarðvegsraki er nauðsynlegur. --- Forðist fyrir alla muni að gróðursetja í frjóan jarðveg. Drepst örugglega ef borinn er á of mikill köfnunarefnisáburður.Plantað úr ílátum, forðist staði þar sem þurrt er og næðingasamt, gætið þess að plantan ofþorni ekki og ofvökvið ekki heldur. Vetrarskýling með akrýldúk eða laufi er til bóta, plantan lifir frekar veturinn af.Planta sem erfitt er að láta lifa víðast hvar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur af finnskum uppruna, sem komu upp í sáningu voru gróðursettar í beð 2001, þrífast vel. Auk þess eru til íslenskar plöntur.Harðgerður smárunni, algengur um allt land utan miðhálendið. Árleg snyrting sem felst í því að fjarlægja visna blómstöngla hjálpar til við að halda því í góðri rækt.
Yrki og undirteg.
Yfir 1000 ræktuð yrki og af þeim eru t.d. 'Brax Head', 'Dark Beauty', 'Dart's Gold', 'Flamingo' og 'Rebecca's Red'. Engin yrki eru í ræktun í garðinum 2014.