Camassia cusickii

Ættkvísl
Camassia
Nafn
cusickii
Íslenskt nafn
Brúnhnýði
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Laukar nokkrir saman, egglaga til næstum hnöttóttir, allt að 9 x 5 sm með óþægilega lykt. Lauf 8-20, 40-80 x 2-4 sm, bylgjuð, bláleit ofan, skærgræn neðan.
Lýsing
Blómstöngull 60-80 sm, grænn. Klasi allt að 40 sm. Stoðblöð mjó-þríhyrningslaga-langydd, þau neðstu um 8,8 sm, minnka eftir því sem ofar dregur í 1,5 sm, græn og hvít í fyrstu, verða himnukennd. Blómleggir 1,1-2,3 sm, grænir, útstæðir í byrjun, bogna inn á við að stönglinum eftir blómgun, að lokum uppréttir. Blóm óregluleg, eitt krónublað aftursveigt. Blómhlífarblöð bandlaga-aflöng, fjólublá, 2,5-2,7 sm x 4-5 mm, haldast aðskilin þegar þau eru visna. Fræflar stytri en blómhlífin. Frjóþræðir 1,5-1,6 sm, hvítir, frjóhnappar gulir. Eggleg aflangt-egglaga, ljósgrænt. Stíll 1,5 sm, beinn í fyrstu, en bognar síðan, hvítur.
Uppruni
V Bandaríkin.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting á hnausum.
Notkun/nytjar
Í kanta, meðfram tjörnum og lækjum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1989, gróðursett í beð 1995, dauð 2012. Ekki í Lystigarðinum 2015.