Camassia leichtlinii

Ættkvísl
Camassia
Nafn
leichtlinii
Íslenskt nafn
Vinduhnýði
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur, blár eða fjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-130 sm
Vaxtarlag
Laukar breiðegglag til hnöttóttir, 1,5-4 sm í þvermál með brúnt laukhýði. Lauf 4-6, 20-60 sm x 5-25 mm, skærgræn.
Lýsing
Blómstöngull 20-130 sm, ljósgrænn. Klasar gisblóma, 10-30 sm. Stoðblöð band-lensulaga um 20 mm. Blómleggir 1,5-5 sm, vita dálítið upp á við. Blómin regluleg. Blómhlífarblöð aflöng-lensulaga, rjómahvít eða blá eða fjólublá, 2-5 sm, samanundin þegar þau visna. Fræflar 1/2-3/4 af lengd blómhlífarblaðanna. Frjóþræðir hvítir eða bláleitir, frjóhnappar gulir, eggleg mjó-egglaga til aflöng, daufgræn, stíll dálítið styttri til ögn lengri en fræflarnir, hvítur.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting á hnausum.
Notkun/nytjar
Í kanta, meðfram tjörnum og lækjum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til gömul planta undir þessu nafni, þrífst vel. (Er C. leichtlinii ssp. leichtlinii).
Yrki og undirteg.
ssp. leichtlinii er með rjómahvít blóm og hefur fundist villt í Oregon-fylki. --------------- ssp. suksdorfii (Greenm.) Gold. er með blá til fjólublá blóm með útbreiðslu frá British Columbia til Kaliforníu. Þessari undirtegund var sáð í Lystigarðinum 2003 og gróðursett í beð 2006. ------------------Mörg litbrigðanna hafa fengið nöfn yrkja og eru ef til vill eftirsóknarverðustu plönturnar til garðræktar hjá þessar ættkvísl.