Camassia quamash

Ættkvísl
Camassia
Nafn
quamash
Íslenskt nafn
Ætihnýði
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
C. esculenta Lindl. not (Ker.-Gawler) Colville, C. teapeae St.John
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölblár til djúpfjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-80 sm
Vaxtarlag
Laukar egglaga til hnöttóttir, 2-5 x 1-3 sm, oftast með svart laukhýði. Lauf 5 eða 6, 20-80 sm x 5-20 mm, græn ofan og neðan eða bláleit ofan.
Lýsing
Blómstönglar 20-80 sm, djúpgrænir. Klasar þéttir rða gisnir, 5-30 sm. Stoðblöð mjó, langydd, styttri eða lengri en blómleggirnir. Blómleggirnir 5-30 mm, útdtæðir, láréttir eða sveigjast upp á við, verða uppréttir þegar aldinin eru fullþroska. Blóm ýmist regluleg eða óregluleg, þá með 1 blómhlífarblaðið aftursveigt. Blómhlífarblöð bandlaga-aflöng, fölblá til djúpfjólublá eða hvít, 1-3,5 sm, haldast ýmist aðskilin þegar þau visna eða snúast saman utan um ungt hýðið. Fræflar 2/3 af lengd blómhlífarblaðanna, frjóþræðir fölbláir eða hvítir. Frjóhnappar gulir eða bláir. Eggleg aflöng-egglaga,skærgræn, stíll jafn langur eða lengri en fræflarnir, fölpurpura eða hvítur.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting á hnausum.
Notkun/nytjar
Í kanta, meðfram tjörnum og lækjum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1989, reyndist skammlíf. Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
Mjög breytile tegund með allt að 8 undirtegundir eða afbrigði, bæði landfræðileg og vegna breytilegra laufa og blóma. Hvítt form hefur verið nefnt 'Flore Albo'.