Campanula alpina

Ættkvísl
Campanula
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Fellaklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Samheiti
Campanula orbelica Pancic
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, léttur skuggi
Blómalitur
Föllilla
Blómgunartími
Síðsumars
Hæð
0.05-0.15m
Vaxtarlag
Uppréttur, lítill, þýfður, skammlífur fjölæringur með einn rótarstöngul. Blómstönglar uppréttir, stinnir, ógreindir eða greinóttir, allt að 15 sm.
Lýsing
Flest laufin mynda hvirfingu við jörð. Grunnlaufin eru allt að 5 sm, band- til lensulaga, heilrend, fíntennt eða bogtennt, hárlaus til dúnhærð. Blómin legglöng, í strjálblóma, pýramídalaga blómskipun, hálfdrúpandi eða hangandi. Þau eru með lítt áberandi, hærðan aukabikar. Króna allt að 2 sm, bjöllulaga, hærð, föllilla til gráfjólublá, flipar stuttir. Hýði opnast með götum við grunninn. Skyld skeggklukku (Campanula barbata) en miklu minni. Blómgast í ágúst-september
Uppruni
Alpafjöll, Karpatafjöll og fjöll á Balkanskaga
Harka
H3
Heimildir
1,2, HS
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar
Notkun/nytjar
Steinhæðir, framan til í fjölær beð
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum.