Campanula bellidifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
bellidifolia
Íslenskt nafn
Þúfuklukka
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
Fjölær
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Djúpfjólublár/hvítt auga
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.1-0.2m
Vaxtarlag
Dvergvaxinn, þýfður fjölæringur, hárlaus og myndar blaðhvirfingaþúfur með mörgum hreistruðum blómstilkum um 10 sm háum.
Lýsing
Stofnstæðu laufin eru egglaga til breiðoddbaugótt, bogtennt, blaðstilkar langir. Stöngullaufin eru minni, öfuglensulaga, mjókka að grunni og eru næstum stilklaus. Blómin mörg, upprétt, 3-4 sm í þvermál. Bikarflipar snubbóttir, aukabikarflipar mjóegglaga. Króna bjöllulaga, djúpfjólublá til blá.
Uppruni
M Kákasus
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, kanta
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum. Þrífst vel. Í J5 frá 1995. Góð steinhæðaplanta.