Campanula cochleariifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
cochleariifolia
Íslenskt nafn
Smáklukka
Ætt
Campanulaceae
Samheiti
C. pusilla Haenke, C. bellardii Allionii
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól, hálfskuggi
Blómalitur
ljósblár/hvítur
Blómgunartími
júlí-september
Hæð
0.05-0.15m
Vaxtarlag
Þýfð, skriðulir jarðstönglar, myndar breiður. Grannar, skriðular jarðrenglur og rótskeyttir stilkar. Blómstönglar 5-15 sm háir, hærðir eða hárlausir, greinóttir, 1-6 blóma.
Lýsing
Stofnstæðu laufin smá, kringlótt til hjartalaga eða egglaga og þverstýfð við grunninn, gróftennt og stilkuð, áberandi græn á bómgunartíma. Stöngullaufin eru minni og mjórri, oddbaugótt til lensulaga, gistennt.Blómklukkur lútandi, einstakar eða fáar saman á stöngulendum, mjög blómviljug. Bikarflipar eru bandlaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 1,8 sm, bjöllulaga, mjókkar ekki að munnanum, milliblá til gráblá eða hvít. Stíllinn næstum ekki eða aðeins lítillega út úr blóminu. Hýði keilulaga, álút, opnast með götum neðst.
Uppruni
Fjöll Evrópu
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, breiður, kanta, hleðslur, undirgróður
Reynsla
Harðger með afbrigðum, hefur verið lengi í ræktun í garðinum.
Yrki og undirteg.
'Alba' með hvít blóm. 'Cambridge Blue', 'Blue Tit' skærblá, 'Silver Chimes', 'Miss Villmot' og fleiri.
Útbreiðsla
Pýreneafjöll, Alpafjöll, N & M Appennínafjöll og fjöll í Króatíu, Bosníu og Herzegóníu, Albaníu og Búlgaríu