Campanula gieseckiana

Ættkvísl
Campanula
Nafn
gieseckiana
Íslenskt nafn
Grænlandsbláklukka
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fjólublár
Blómgunartími
júlí-sept.
Hæð
0.05-0.40 m
Vaxtarlag
Fjölæringur, 5-40(-60) sm hár. Grænlandsbláklukka tilheyrir bláklukkuhópnum (C. rotundifolia-group). Hún er frábrugðin sjálfri bláklukkunni (C. rotundifolia) einkum í því að blómskipunarleggirnir eru stuttir og mjög sjaldan greinóttir. Þar að auki er aukabikarinn mjög stuttur og breiður, bikarfliparnir mjókka frá breiðum grunni. Mjög breytileg tegund.
Lýsing
Stofnstæðu laufin visna snemma. Þau eru kringlótt, hjarta- til nýrlaga. Stöngullaufin eru mjólensulaga neðst en bandlaga ofar á stilknum og flest á neðri helmingi hans. Ein- til fáblóma klasar með bláum blómum (sjaldan hvítum). Krónuflipar miklu styttri en krónupípan. Fræflar og frjó hvítleit. Blómgast í júlí-september. Hýði drúpir þegar fræið er fullþroska og göt koma neðst á það.
Uppruni
Grænland
Heimildir
Böcher 1966: Grønlandsflora
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, skrautblómabeð
Reynsla
Grænlandsklukka hefur lengi verið í Lystigaðinum. ! Þroskaði fræ '95, 2004
Yrki og undirteg.
Campanula gieseckiana ssp. gieseckiana Vest ex J.A. Schultes. Blómin eru smá til meðalstór (u.þ.b. 2 sm löng og með u.þ.b. 2 sm breitt op), stök eða fá í klasa. Sérlega stórblóma einstaklinga (v. arctica (Lge) Bøcher) oft með 6 krónublöð er erfitt að greina frá ssp. groenlandica. Plöntur með stök, lítil blóm nefnast v. uniflora (Lge) Bøcher.Campanula gieseckiana ssp. groenlandica (Berlin) Bøcher. Blóm meðalstór til stór, oft mjög opin með 5-7 flipa, u.þ.b. 2,3 sm löng og með 2,8 sm breitt op, stök eða í fáblóma klösum.