Campanula persicifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
persicifolia
Íslenskt nafn
Fagurklukka
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
Fjölærjurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Ljósblár, bláfjólublár, hvítur
Blómgunartími
Júlí-september
Hæð
0.5-0.7 m (-0,9 m)
Vaxtarlag
Hárlaus fjölæringur með trefjótta jarðstöngla. Blómstönglar uppréttir allt að 90 sm háir, ógreindir, rifjóttir. Stofnstæðu laufin mynda blaðhvirfingu við jörð. Þau eru lensulaga til aflöng-öfugegglaga, fíntennt og bogtennt, mjókka smám saman niður, stilklaus. Stöngullauf eru minni, bandlensulaga, fínbogtennt.
Lýsing
Blómin eru leggstutt, dálítið álút í strjálblóma klösum. Bikarflipar langyddir, breiðir neðst, heilrendir. Enginn aukabikar. Krónan er allt að 4 sm í þvermál, breið, víðbjöllulaga, lillablá eða hvít. Stíllinn næstum fram út blóminu. Frænisflipar eru band- til borðalaga, skiptast frá miðju og eru hálf lengd stílsins. Hýðið er rákótt, opnast efst.
Uppruni
Evrópa, N Afríka, N & V Asía
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Beð, undirgróður, Þyrpingar á skjólgóðum stað
Reynsla
Harðger, Þarf að skipta oft til að halda henni í góðum vexti. Hefur lengi verið í ræktun í görðum hér á landi. Hún þrífst vel en er stundum skammlíf. Þroskar fræ reglulega.
Yrki og undirteg.
Grandiflora Alba' hvít, 'Grandiflora Coerulea' blá stór blóm, 'Telham Beauty' í fjórum litum afar stórvaxin sort.C. persicifolia f. nitida dvergvaxið afb. með blá blóm ca. 20 sm.Campanula persicifolia ssp. sessiliflora (C. Koch) Velen, (C. latiloba A.DC, C. grandis Fisch. & Mey.)Flatar blaðhvirfingar úr mjóum, glansandi, bylgjuðum laufum. Blómskipuninn stinn, allt að 1 m há. Hún er þéttskipuð stilklausum, 5 sm breiðum flötum, ljósbláum blómum sem minna á grunnar skálar. Evrópa, N-Afríka, N & V Asía.