Campanula primulifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
primulifolia
Íslenskt nafn
Lykilklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Samheiti
(C. trachelinum Brotero not Linneus)
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Purpurablár
Blómgunartími
Síðsumars
Hæð
0,7-0,9 m
Vaxtarlag
Þornhærður, uppréttur fjölæringur. Blómstönglar beinir, allt að 90 sm háir, kantaðir, safamiklir og greinast frá grunni.
Lýsing
Stofnstæðu laufin allt að 15 sm, hærð og mynda blaðhvirfingar. Þau eru aflöng-lensulaga til öfugegglaga, óreglulega tvítennt, hrukkótt með mjóvængjaða blaðstilka. Stöngullauf egglaga-aflöng, ydd, leggstutt til stilklaus efst. Blómskipunin greinótt, blómin endastæð eða í blaðöxlunum, stök eða 3-5 saman. Bikarflipar langyddir og fíntenntir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2 sm, grunnbjöllulaga, purpurablá með hvítleitum grunni. Hýði öfugkeilulaga-aflöng og opnast með götum um miðjuna.
Uppruni
Portúgal, Spánn
Heimildir
1, 2, HS
Reynsla
Nokkrar plöntur í Lystigarðinum.