Campanula pulla

Ættkvísl
Campanula
Nafn
pulla
Íslenskt nafn
Alpaklukka
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Dökkfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0.05-0.2 m
Vaxtarlag
Smágerð með talsvert skriðula jarðstöngla, breiðumyndandi, þýfður fjölæringur með granna, greinótta jarðstöngla. Blómstönglar kantaðir, allt að 20 sm, uppsveigðir eða uppréttir, hærðir eða hárlausir á hornunum.
Lýsing
Stofnstæðu laufin mynda blaðhvirfingu. Þau eru egglaga til bog-spaðalaga, bogtennt til ógreinilega sljótennt, mjókka neðst, stilkstutt, gljáandi og visna fljótt. Stöngullauf eru bogadregin, ógreinilega tennt og stilklaus. Blómin drúpa, eru stök, endastæð og stilkuð. Knúbbar eru hangandi. Bikarflipar eru mjóþríhyrndir. Enginn aukabikar. Króna allt að 2,8 sm, trekt- til bjöllulaga, dökkblápurpura. Hýði keilulaga, drúpandi, opnast með götum neðst.
Uppruni
A Evrópa, Alpafjöll
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, kanta, beð, breiður, undirgróður
Reynsla
Harðger og verður þakinn blómum yfir blómgunartímann, þrífst vel bæði sunnanlands og norðan og myndar miklar breiður. Hefur verið allmörg ár í görðum á Akureyri og í Lystigarðinum. Kalklaus jarðvegur er bestur. Þroskar fræ reglulega.